07.03.1927
Efri deild: 21. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 120 í C-deild Alþingistíðinda. (2305)

63. mál, forkaupsréttur kaupstaða og kauptúna á jörð í nágrannahreppi

Flm. (Jón Baldvinsson):

Það, sem helst hefir verið haft á móti þessu frv., er óttinn við það, að kauptún og kaupstaðir verði algerlega ofjarlar hreppa þeirra, sem að þeim liggja. Þessi mótbára held jeg að sje algerlega ástæðulaus. Því að menn athugi það, að nú hafa kaupstaðir og kauptún miklu betri aðstöðu en aðrir til að kaupa þær jarðir, er þau vilja eignast, í hinni svonefndu „frjálsu samkepni“. — Annars eru ástæðurnar gegn frv. hver á móti annari. Einn hv. þm. kallaði þetta skerðing á eignarrjettinum, en það eru svo ótal mörg önnur lög, sem í gildi eru, og enguni dettur í hug að hafa neitt á móti. — Annar hv. þm. hjelt því fram, að yrði frv. að lögum, mundu jarðir hækka svo í verði, að ómögulegt yrði fyrir einstaka menn að sitja þær. En það verður varla kölluð „skerðing á eignarrjettinum“, að láta jarðirnar hækka í verði.

Ótti manna við það, að enginn geti kept við kaupstaðina um jarðakaup, er algerlega ástæðulaus; því að eins og nú er ástatt, geta kaupstaðirnir kept við aðra og hækkað verðið, engu síður en þótt frv. nái fram að ganga.

En jeg fæ nú ekki betur sjeð en að kaupstaðirnir eigi nokkurn íhlutunarrjett um jarðirnar í nágrenni sínu. Því ao fyrir hvað hækka þessar jarðir í verði? Einmitt fyrir það, að svo margir þyrpast þarna saman á tiltölulega lítið svæði, og því verða afurðir og landeignir í nágrenninu í hærra verði. Þess vegna eiga kaupstaðirnir fulla kröfu til að njóta þarna nokkurra hlunninda. það eru ekki heldur nein ósköp, sem farið er fram á með frv., þó að jafnan eigi að gera bæjarstjórn við vart, ef jörð er seld í nágrannahreppi.

Hv. 1. þm. Eyf. (EA) vildi láta líta svo út sem komið gæti fyrir, að sveitarfjelögin biðu mikið tjón af jarðakaupum kaupstaða. En jeg held nú þvert á móti, að það sje undantekningarlitið, að í þær jarðir, sem kaupstaðirnir eignast, sje lagt miklu meira fje til ræktunar en flestar aðrar. Ef þær eru bútaðar niður í smábýli, verður útkoman líka hin sama. pvi fylgir aukin ræktun og meiri framleiðsla en ella mundi. Hv. 1. þm. Eyf. (EA) kom með dæmi um það, að kaupstaðirnir vildu ekki taka undir lögsagnarumdæmi sitt þær jarðir, er þeir hefðu eignast. En hv. 1. þm. G.-K. (BK) var hinsvegar hræddur um, að frv. yrði til þess, að alt hans kæra Seltjarnarnes yrði lagt undir Reykjavík. Sjá menn, hve þarna skýtur skökku við í andmælunum.

Það er alveg skökk skoðun hjá hv. 1. þm. G.-K. (BK), ef hann hyggur, að fátækraframfærslan á jörðunum þurfi að breytast, þótt þær komist í eigu kaupstaða. Sveitarfjelögin hafa eftir sem áður rjett til að leggja útsvar á ábúendurna. (BK: En hverjir verða ábúendur á jörðunum?). Það fer vitanlega alveg eftir því, hvernig með hverja einstaka jörð er farið. Ef henni verður skift í mörg lönd, verða margir ábúendur, og má þá búast við meiri ræktun og meiri útsvörum.

Jeg mintist á Seltjarnarnes. Það er einmitt ágætt dæmi, máli mínu til sönnunar. Seltjarnarnes er nú einhver hinn best stæði hreppur á landinu. Af hverju ? Halda menn, að það sje sakir stórkostlegra landkosta, fram yfir aðrar sveitir? Nei, það er sakir þess, að Seltjarnarnes liggur svo nærri Reykjavík. íbúarnir geta stundað hjer atvinnu sína, án þess að leggja nokkuð af mörkum til bæjarins, og þeir njóta margra annara hlunninda af nálægðinni við Reykjavík. Fyrir það er hreppurinn efnaður, og annað ekki.

Þessar ástæður gera það að verkum m. a., að sjálfsagt er að samþ. frv. mitt.

Þá á jeg aðeins eftir að svara hv. 4. landsk. þm. (MK) nokkrum orðum. Hann spurði, hvað þýddu orðin í 1. gr., hvort forkaupsrjettarákvæðin ættu aðeins við jarðir, er lægju að landi kaupstaðar, eða hvort þetta ætti við um allar jarðir í hreppi, er lægi að kaupstað eða kauptúni. Jeg veit nú ekki, hve vel það á við að ræða svona einstök atriði við 1. umr. máls, en vil þó segja, að það er minn skilningur á frv„ að forkaupsrjettur eigi að ná til allra jarða í nágrannahreppi. — Hv. 4. landsk. (MK) sagði ennfremur, að í frv. lægi viðurkenning á því, að hinn mikli vöxtur kaupstaðanna hefði verið óheppilegur, cg var ákafiega glaður út af þeirri „viðurkenningu“. En jeg fyrir mitt leyti hefi aldrei heyrt nokkurn mann mótinæla því, að það væri óheppilegt, að kaupstaðirnir offyltust af fólki. Og jeg býst við, að allir vilji straumhvörf í þessum efnuni. Þetta frv. er t. d. ofurlítið spor í þá átt. En jeg býst við, að ekkert einstakt frv. geti breytt þessum lólksstraum til kaupstaðanna, heldur þurfi þar margt að koma til. Því hljóta allir, sem álíta offylling kaupstaðanna óheppilega, að styðja að því, að þetta hænufet verði stigið.