22.03.1927
Efri deild: 34. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í C-deild Alþingistíðinda. (2314)

63. mál, forkaupsréttur kaupstaða og kauptúna á jörð í nágrannahreppi

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg hefði tilhneigingu til að vera með frv., sem færi í líka átt og þetta, að gera kaupstöðum og kauptúnum hægara með að fá land til ræktunar. En á þessu frv. sje jeg þó þann agnúa, að svo framarlega sem jörðin heldur áfram að vera í hinum sama hreppi fyrir utan lögsagnarumæmi kaupstaðanna, þá geti hlutaðeigandi bæjarstjórnir notað jarðirnar til þess að halda þar við mönnum, sem liggja við borð að verða sveitarómagar, til þess að koma þeim af sjer á hrepp þann, er jarðirnar liggja í. (GÓ: Með öðrum orðum, notað jarðirnar sem afrjett fyrir sveitarómaga). Já, ef svo mætti að orði kveða. Þetta gerir mig hikandi að vera með frv. þessu. Alt öðru máli væri að gegna, ef jarðirnar ættu að leggjast undir kaupstaðina.