27.04.1927
Neðri deild: 60. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1366 í C-deild Alþingistíðinda. (3102)

120. mál, gjöld af fasteignum í Hafnarfjarðarkaupstað

Ólafur Thors:

Jeg er hv. allshn. þakklátur fyrir fljóta og góða afgreiðslu þessa máls. Brtt. á þskj. 420 eru í samræmi við síðar framkomnar óskir frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar, og þar eð jeg flyt frv. þetta að ósk bæjarstjórnarinnar, tel jeg mjer skylt, að fylgja þeim breytingum, er hún óskar eftir. En, jeg skal taka það fram, að jeg hefi ekki enn fengið vitneskju um, hvort öll bæjarstjórnin óskar þess, að vatnsskatturinn haldist, og vil jeg því áskilja mjer rjett til að koma fram með brtt. við 3.umr., um að fella hann niður, ef jeg fæ upplýsingar um, að þess sje óskað.