29.04.1927
Efri deild: 61. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 229 í D-deild Alþingistíðinda. (3283)

34. mál, kennaraskólinn

Frsm. (Jónas Jónsson):

Hæstv. forsrh. (JÞ) virðist halda, að það sje ofmælt, sem í grg. stendur, að það sje búið að ákveða að leggja lóð kennaraskólans undir landsspítalann.

Nú vil jeg benda hæstv. ráðh. (JÞ) á það, að fyrst stjórn fremst veit húsameistari ríkisins ekki annað en að þetta sje ákveðið; hann hefir sýnt mjer uppdrátt, þar sem lóðin er tilgreind á þann hátt, sem hjer er frá sagt, og í öðru lagi er í fskj. á þskj. 434 drepið á hluti, sem snerta kennaraskólann, þar sem er að ræða um útmælingu lóðar undir landsspítalann, og hefir forstöðumaður kennaraskólans snúið sjer til stjórnarráðsins, til þess að fá leiðrjettingu á því, af því verið sje að leggja lóð skólans undir landsspítalann. Forstöðumaðurinn segir beinlínis, að hann hafi fyrir ári síðan, eða nánar tiltekið 17. des. 1925, ritað ríkisstjórninni brjef um málið, er hann vissi, að verið var að mæla út lóð handa landsspítalanum kringum kennaraskólann, til þess að tryggja skólanum lóð til frambúðar. í viðbót við þetta skal jeg geta þess, að hv. 2. landsk. (IHB), sem er í landsspítalanefndinni, talaði svo í dag sem honum væri kunnugt um þessa ákvörðun. Það, sem hæstv. forsrh. (JÞ) kann að vanta, sje jeg ekki ástæðu til þess að gefa. Mjer finst, að þar sem hann er aðalhúsbóndi í stjórnarráðinu, þá eigi hann sjálfur að finna þau skjöl, sem við koma málunum, en vera ekki að leita til annara um það.

Hjer eru þá þrjú vitni, stjórn ekki hvað síst forstöðumaður kennaraskólans, sem vill fá nægilega tryggingu fyrir því, að skólinn fái hentuga lóð, þar sem framtíðarskipulag landsspítalans tekur inn á lóð þá, sem skólinn nú er á, stjórn því sje óhugsandi, að leyft verði að byggja nokkrar viðbótarbyggingar við hann, svo sem leikfimishús eða heimavist.

Viðvíkjandi því, sem hv. 2. landsk. (IHB) sagði um það, að jeg hefði fullmikið lagt upp úr því, sem forstöðumaður kennaraskólans hjelt fram, að hann teldi skólanum betur borgið uppi á Skólavörðuholti en við Laufásveg, þá skal jeg geta þess, að honum þótti, eins stjórn segir á þskj. 434, staðurinn á Skólavörðuholti ágætur, en þó væru báðir staðirnir góðir. Sjálfum hafði honum líka dottið í hug staður við Laufásveg, en bjóst ekki við, að hann yrði neitt ódýrari.

Þá hefir núverandi fræðslumálastjóri fært rök fyrir því, að það væri fult svo hentugt fyrir kennaraskólann að vera við Skólavörðutorgið í framtíðinni.

Viðvíkjandi 2. lið till. sagði hæstv. forsrh. (JÞ), að ósjeð væri, hvenær hægt yrði að byggja. Játa jeg það auðvitað, því að það fer eftir kringumstæðum öllum og hag ríkissjóðs. En hann misskilur till., ef hann gerir ráð fyrir því, að flm. vilji kasta burtu núverandi húsi skólans. Skjölin benda einmitt á, að það þurfi viðbótarbyggingu á næstu árum, í sambandi við núverandi byggingu, meðan hún endist. Það er því alveg misskilningur hjá hæstv. ráðh. (JÞ), að jeg vilji fleygja burt þessu húsi og láta byggja einhverja höll. Hjer er aðeins verið að ræða um viðbætur, sem gera þarf í sýnilegri framtíð, og vitnisburður aðstandanda skólans er nægileg sönnun, hvers þar sje þörf.