29.04.1927
Efri deild: 61. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 233 í D-deild Alþingistíðinda. (3286)

34. mál, kennaraskólinn

Frsm. (Jónas Jónsson):

Viðvíkjandi þeim vafa, sem er um það, hvort tilætlunin sje að leggja lóðina undir landsspítalann, vil jeg benda á, að forstöðumaður kennaraskólans bætti sjálfur í handrit mitt að fundargerð dagsetningunni og öðru, er snertir það, hvenær hann ritaði stjórninni og bað um nýja lóð. Það brjef sannar, að hann hafi staðið í þeirri meiningu, að það þyrfti að útvega nýja lóð handa skólanum.

Í raun og veru er hjer ekki um annað að ræða, eins og hv. 2. landsk. (IHB) tók fram, en að gagnlegt er að tryggja lóð handa skólanum í tíma, stjórn ekki síst í samráði við þá menn, sem nú starfa við hann, þó að þeir komi ekki til að njóta þess, að minsta kosti ekki forstöðumaður hans. En þó á það ekki illa við að leyfa hinum mikilsmetna forstöðumanni að vera með í ráðum að tryggja skólanum framtíðarheimili.