29.04.1927
Efri deild: 61. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 234 í D-deild Alþingistíðinda. (3288)

34. mál, kennaraskólinn

Jóhannes Jóhannesson:

Afstaða mín í nefndinni var bygð á því, að búið væri að leggja lóð kennaraskólans til landsspítalans. En ef þetta reynist nú ekki svo, og ef líkindi eru til þess, að kennaraskólinn geti í framtíðinni haldið nægilega stórri lóð þar sem hann nú er, fyrir sig og viðbótarbyggingar þær, sem nauðsynlegar eru, þá tel jeg ekki þörf á að gera neitt nýtt í málinu. En þetta verður auðvitað rannsakað.