07.05.1927
Neðri deild: 69. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 272 í D-deild Alþingistíðinda. (3345)

126. mál, eignar- og notkunarrétt hveraorku

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg gat því miður ekki hlustað á ræðu hv. flm. (JakM), en jeg get getið mjer til um efnið, eftir till. að dæma, og jeg skal lýsa því yfir, að jeg hefi ekkert á móti því að athuga þetta mál eða láta athuga það fyrir næsta þing. Jeg skal geta þess, að jeg var í vetur boðinn á fund í Verkfræðingafjelaginu, og var þetta mál þar til umr., og talið, að löggjöf þyrfti um þetta efni, en tíminn var þá naumur til undirbúnings. En nú er hægt að taka það nógu snemma, svo að það komist fyrir næsta þing. Jeg skal svo aðeins lýsa því yfir, að stjórnin er þess albúin að taka við till. og athuga málið á þeim grundvelli.