24.03.1927
Sameinað þing: 5. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 414 í D-deild Alþingistíðinda. (3467)

88. mál, stúdentspróf við Akureyrarskóla

Björn Líndal:

Satt að segja er mjer óljúft að tala um þau atriði, sem ekki koma því máli við, sem er á dagskrá. En vegna þess, að hv. 2. þm. Eyf. (BSt) leiddi asnann inn í herbúðirnar og ljet svo um mælt, að jeg gæti ekki sannað mitt mál um það, sem jeg á að hafa sagt norður á Akureyri, þá er því einu þar til að svara, að hann skákar hjer í því skjóli, að það, sem hjer er um að ræða, gerðist á lokuðum fundi hjer í þinginu, án þess að það væri bókað og án þess að um það megi bera vitni. Þetta bragð hans læt jeg þing og þjóð dæma um, eftir því sem drengskapur er til, og læt svo útrætt um það af minni hálfu.