09.02.1927
Sameinað þing: 1. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (5)

Rannsókn kjörbréfa

1. kjördeild:

BK, BL, EJ, IHB, IP, JóhJóh, JBald, JS, JÞ, JJ, JKr, KIJ, MT, TrÞ.

2. kjördeild:

ÁJ, ÁÁ, GÓ, HjV, IngB, JakM, JJós, JK, JörB, MJ, MK, PO, PÞ, SvÓ.

3. kjördeild:

BSv, BSt, EÁ, HStef, HSteins, HK, JAJ, JG, JÓl, ÓTh, SigurjJ, ÞorlJ, ÞórJ.

Fyrir lá að rannsaka kjörbrjef fjögurra landskjörinna þingmanna, þeirra Jóns Þorlákssonar, 3. landsk. þm., Magnúsar Kristjánssonar, 4. landsk. þm., Jóns Baldvinssonar, 5. landsk. þm., og Jónasar Kristjánssonar, 6. landsk. þm., og jafnmargra þingmanna kjördæmakosinna, þeirra Einars Jónssonar, 2. þm. Rang., Hjeðins Valdimarssonar, 4. þm. Reykv., Jóns Guðnasonar, þm. Dal., og Jóns Ólafssonar, 3. þm. Reykv.

Kjördeildir skiftu með sjer verkum eins og lög mæla fyrir, og hlaut því

1. kjördeild til rannsóknar kjörbrjef Jóns Guðnasonar og Jóns Ólafssonar,

2. kjördeild kjörbrjef Einars Jónssonar, Jóns Baldvinssonar, Jóns Þorlákssonar og Jónasar Kristjánssonar, og 3. kjördeild kjörbrjef Hjeðins Valdimarssonar og Magnúsar Kristjánssonar.

Kjördeildirnar gengu nú út úr fundarsalnum til þess að sinna störfum sínum, og varð því fundarhlje í stundarfjórðung. Að lokinni rannsókn var fram haldið fundinum.