13.04.1927
Efri deild: 52. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 377 í B-deild Alþingistíðinda. (681)

109. mál, hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar

Jónas Jónsson:

Jeg vildi nota tækifærið til þess að spyrja hæstv. ráðherra um framkvæmdir í þessu máli. Það er rjett, sem hv. þm. Vestm. (JJós) tók fram, að allir nefndarmennirnir eru sammála um nauðsyn þessa máls, en það er auðvitað ekki sama og að framkvæma þetta í sumar.

En þar sem þessi hafnargerð stendur í sambandi við aðrar framkvæmdir, eins og t. d. dýpkun hafnarinnar í Borgarnesi og á Akureyri, þá vildi jeg mega biðja hæstv. ráðherra að upplýsa, hve mikill kostnaður myndi af þessu leiða, og hvort þegar sje fullráðið að byrja á þessum mannvirkjum í sumar.