26.04.1927
Efri deild: 58. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í B-deild Alþingistíðinda. (893)

67. mál, einkasala á áfengi

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Jeg skal geta þess fyrir hönd allshn., að þá er málið kom fyrir nefndina, gerði hv. flm. (JKr) þegar brtt. eins og hann hefir frá skýrt, og með því að nefndin var honum sammála, kom hún ekki með neina sjerstaka brtt. En nefndin vill gjarnan taka undir tilmæli hæstv. forsrh. (JÞ), að málið verði tekið út af dagskrá og athugað, hvort þörf er frekari breytinga en þessa viðauka.