03.04.1928
Efri deild: 64. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2393 í B-deild Alþingistíðinda. (1315)

141. mál, bankavaxtabréf

Ingvar Pálmason:

Jeg skal geta þess, að síðan mál þetta var fyrir fjhn., hefi jeg átt tal við bankastjórn Landsbankans, og taldi hún breytingar á þessu frv. frá hinum fyrri frv. geta haft töluvert alvarlegar afleiðingar fyrir veðdeild bankans.

Jeg er ekki svo fróður um þetta mál, að jeg geti þar nokkurn dóm á lagt, en fyrir þær ástæður, er jeg hefi tilgreint, leyfi jeg mjer að óska þess, að málið verði tekið út af dagskrá, svo að nefndin gæti haft það til frekari athugunar.