16.02.1928
Efri deild: 24. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í C-deild Alþingistíðinda. (1413)

48. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Frsm. minni hl. (Jón Þorláksson):

Minni hl. nefndarinnar sjer ekki frekar ástæðu til að samþ. þetta frv. nú en áður. Nú er ekki annað eftir í því en ákvæðið um að veita mönnum, sem þiggja sveitarstyrk, atkvæðisrjett í kosningum í málefnum sveita og kaupstaða. En eins og nú standa sakir, finst mjer ekki ástæða til að gera það, þar sem í fyrra voru lögleidd ákvæði um, að það skyldi sett í vald sveitarstjórna að haga styrkveitingunum þannig, að styrkþegar mistu ekki kosningarrjett.