01.03.1928
Neðri deild: 36. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 276 í C-deild Alþingistíðinda. (1620)

69. mál, loftskeytanotkun veiðiskipa

Sveinn Ólafsson:

Hjer er reyndar tekið til umræðu mál, sem stendur ekki á dagskránni, og er því ef til vill allsendis óþarft að svara þessu, en úr því að hv. 2. þm. G.-K. kemur fram með þessa athugasemd, þá vil jeg aðeins leyfa mjer að benda á 1. umræðu málsins, þegar þessi hv. þm. lýsti yfir því endurtekið, að þessi tilraun yrði ónýt, vegna þess að það mundi verða á almennu máli símað og þýðing orðanna vikið við. Í frv. stendur, að taka skuli drengskaparheit af hlutaðeigendum um það, að í skeytunum felist ekki annað en það, sem dómsmálaráðuneytinu er tilkynt, að þau þýði. Þá lýsti hv. þm. (ÓTh) yfir því, að drengskaparheitum væri ekki að treysta.