15.02.1928
Neðri deild: 23. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3 í D-deild Alþingistíðinda. (2007)

85. mál, þýðing og gildi þinglýsinga

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Í gær var samþ. hjer í deildinni frv. til 1. um þinglýsing skjala og aflýsing. Við 2. umr. þess máls var það tekið fram, að borist hefði frá prófessor í lögum við háskólann erindi, þar sem hann kvartaði yfir því, að nógu skýr ákvæði vantaði um, hvaða skjöl þyrfti að þinglýsa og hvaða gildi þinglýsing hefði. Það er mikið verk að búa til frv. um þetta efni. Það er eitthvert örðugasta viðfangsefnið í lögfræðinni, og varla hægt að búast við, að nokkur einn þm. leggi þá vinnu á sig, sem til þess þarf. Því er best að snúa sjer til stjórnarinnar og fela henni að láta fagmenn undirbúa málið. Því miður er sá ráðh. ekki við, sem þetta heyrir undir, en jeg vona, að honum sje ljúft að undirbúa málið.