07.03.1928
Efri deild: 41. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 70 í D-deild Alþingistíðinda. (2059)

93. mál, niðurfelling útflutningsgjalds af síld

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Fjhn. hefir haft till. þessa til athugunar og leggur til, svo sem sjá má á nál. á þskj. 330, að hún verði samþykt, en fanst þó viðkunnanlegra að orða till. lítið eitt öðruvísi. Nefndin leit svo á, að síldarsölu þessa beri að skoða sem tilraun til að afla nýs markaðs, og á því byggist það, að nefndin hefir getað fallist á till.

Fleiri orð munu ekki nauðsynleg til að fylgja málinu úr garði, og vonast jeg til, að tillagan nái fram að ganga.