12.04.1928
Neðri deild: 69. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 127 í D-deild Alþingistíðinda. (2167)

137. mál, veðurspár

Jóhann Jósefsson:

Jeg vil leyfa mjer að vekja athygli á því, að 3. mars var útbýtt hjer í deildinni þáltill. frá mjer og hv. þm. Borgf. (PO), um veðurspár. Síðan er langur tími liðinn. Till. hefir verið tekin á dagskrá, en tekin út af henni aftur. Till. þessi er komin fram vegna kvartana sjómanna um óáreiðanleik veðurskeytanna. Með því að jeg veit ekki til, að úr ágöllunum hafi verið bætt í veðurstofunni, og útvarpið er nú hætt að senda út veðurskeyti, vil jeg mælast til þess, að hæstv. forseti taki þessa þáltill. á dagskrá við næsta þóknanlegt tækifæri.