17.04.1928
Neðri deild: 74. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 173 í D-deild Alþingistíðinda. (2236)

160. mál, gin- og klaufaveiki

Jörundur Brynjólfsson*):

Það er svo fjarri því, að þessi þáltill. brjóti á nokkurn hátt í bág við þau lög, sem hjer hafa verið samþykt, að það má segja, að hún sje. einmitt sniðin eftir lögunum, vegna þess að í 3. gr. laganna segir svo (með leyfi hæstv. forseta):

„Atvinnumálaráðherra er heimilt að banna með auglýsingu innflutning á öðrum þeim vörum, sem hætta telst á, að sóttnæmi geti borist með“.

Svona hljóðar 3. gr., og þessi till. til þál. er ekkert annað en yfirlýsing um það, að þingið vilji láta innflutningsbann halda áfram að vera í gildi frá löndum, sem veikin getur komist hingað frá. Vona jeg, að hv. deild geti gefið þessa yfirlýsingu, því að það er óneitanlega mikill styrkur fyrir stjórnina að fá hana.

(* Óyfirlesið ræðuhndr.)