04.04.1928
Efri deild: 65. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1234 í B-deild Alþingistíðinda. (281)

1. mál, fjárlög 1929

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg vona, að þó hv. þm. Ak. hafi fundið ástæðu til þess að bera fram þessa lækkunartill. sína, þá fallist hv. deild ekki á hana. Menn verða að gæta að því, að þótt ekki væru veittar nema 2000 kr. áður í líku skyni og þessu, þá er alt öðru máli að gegna nú, eftir að krónan lækkaði. Ársdvöl á Ítalíu mun nú kosta ca. 8000 kr., svo það verður fullerfitt fyrir Kristján að útvega sjer þær 5000 kr., er á vantar, þó hann fái þessar 3000 kr. Og þar sem það er sett að skilyrði fyrir þessari upphæð, að maðurinn dvelji árlangt á Ítalíu, þá finst mjer það alls ekki mega vera minna en jeg hefi stungið upp á. Jeg vil því skjóta því til hv. þm., hvort hann vilji ekki taka aftur þessa till. sína, sem kemur svona á síðustu stundu og hefir ekki einu sinni verið prentuð.