28.02.1928
Neðri deild: 34. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3211 í B-deild Alþingistíðinda. (2940)

127. mál, skattgreiðsla h/f Eimskipafélags Íslands

Haraldur Guðmundsson:

Þar sem flm. brtt. á þskj. 305 er ekki viðstaddur, vil jeg fyrir hans hönd leyfa mjer að vekja athygli hv. þdm. á till. Hún fer fram á, að hluthöfum í Eimskipafjelaginu sje ekki greiddur arður af hlutafje sínu, meðan fjelagið er undanþegið skattgreiðslum. Um þetta ætti ekki að þurfa að fjölyrða; það liggur í augum uppi, að það er óhæfilegt að greiða arð af hlutafje hluthafanna. meðan fjelagið er styrkt af opinberu fje. Það væri hið sama og að láta ríkissjóð greiða hluthöfunum arðinn.