09.03.1928
Efri deild: 43. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3470 í B-deild Alþingistíðinda. (3218)

112. mál, vörutollur

Frsm. 1. minni hl. (Jón Þorláksson):

Hæstv. dómsmrh. hjelt dálítinn ræðustúf við 2. umræðu þessa máls eftir að jeg hafði talað tvisvar. Ekki ætla jeg að svara þeirri ræðu hans, en vil aðeins skjalfesta þau ummæli hæstv. ráðh., er hann þá hafði á orði að taka allar fjárveitingar frá þeim kjördæmum landsins, er kosið hefðu íhaldsmann á þing, og í niðurlagi ræðu sinnar gerði hann ráð fyrir manndrápum.