26.03.1928
Neðri deild: 57. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3649 í B-deild Alþingistíðinda. (3363)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Forseti (JörB):

Út af ummælum hv. 1. þm. Reykv. skal jeg taka það fram, að þeir tveir hv. þm., sem höfðu kvatt sjer hljóðs, fjellu ótilkvaddir frá orðinu, og get jeg ekki tekið til mín orð hv. þm., þótt jeg stjórnaði umr. Þessir hv. þm., sem hann ámælti, að mjer skildist, fyrir að hafa fallið frá orðinu, svara fyrir sig, ef þeim sýnist, en væntanlega eru þeir sjálfráðir um það, hvort þeir tala eða ekki.