29.03.1928
Efri deild: 60. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3667 í B-deild Alþingistíðinda. (3387)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Jón Þorláksson:

Þessi viðaukatill. fer fram á að tryggja í reyndinni, að fyrirtæki þetta verði rekið af ríkinu, þar til Alþingi ákveður annað. Það er neyðarúrræði að láta ríkið koma fyrirtækinu á stofn, en við það má þó una, ef sæmileg trygging er fyrir því, að það verði afhent í hendur rjettra hlutaðeigenda strax og kostur er. En rjetta hlutaðeigendur tel jeg þá, sem þennan atvinnuveg reka. Í höndum þeirra sem eigenda tel jeg fyrirtækinu munu farnast vel, en er hræddur um, að ver fari, ef ríkið rekur það. Þá gerast öndverðir hagsmunir fyrirtækisins og þeirra, er leggja til hráefnið. Jeg get því ekki fallist á brtt., og ef hún verður samþ., get jeg ekki greitt frv. atkv.