16.02.1928
Efri deild: 24. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3927 í B-deild Alþingistíðinda. (3551)

77. mál, einkasala á síld

Jón Þorláksson:

Aðeins örfá orð, af því að háttv. þm. Ak. var að kalla á mig. Jeg er öldungis sammála hv. frsm. minni hl. um það, að meiri trygging sje í því, að landsstjórnin skipi stjórn þessa fjelags, heldur en að hún sje skipuð af pólitískum flokkum, því að hvaða landsstjórn sem væri myndi áreiðanlega reyna að gæta skyldu sinnar í því að gera það eitt, sem hún teldi málinu fyrir bestu. Auk þess hefir hún betri tök á að afla sjer nauðsynlegra upplýsinga um menn og annað það, sem máli skiftir, en þingflokkar geta haft. Ef nú á annað borð frv. þetta á fram að ganga og verða að lögum, þá vil jeg fara fram á við stuðningsmenn þess, að þeir breyti þessu ákvæði um útnefningu stjórnarinnar í þessa átt, sem við frsm. minni hl. höfum bent á.