27.03.1928
Efri deild: 58. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4277 í B-deild Alþingistíðinda. (3735)

82. mál, áfengislög

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg skal aðeins geta þess, að 1. brtt. á þskj. 585, sem jeg hefi leyft mjer að bera fram ásamt hv. 3. landsk., kemur í stað brtt., sem flutt var við 2. umr., en þá tekin aftur til 3. umr. Sama er að segja um 2. brtt. Á 3. brtt., við 44. gr., mintist jeg við 2. umr. Nú sem stendur er ekki hægt að ákveða vinnuskyldu í sambandi við afplánun sekta. Þýðir ekki að setja ákvæði um það fyr en búið er að koma hegningarmálunum í það horf, að hægt sje að framfylgja þeim. — 4. brtt., við 45. gr., kemur í stað brtt., sem við tókum aftur við 2. umr., til þess að geta ráðgast um hana við hæstv. dómsmrh. En hann vill ekki láta opna áfengisbirgðirnar á hverri höfn. Því miður hefir ekki unnist tími til að komast að samkomulagi við hæstv. ráðh. Nú sje jeg, að hann hefir komið með brtt. um að ákveða um þetta með reglugerð, en þessa brtt. hefi jeg ekki ennþá getað athugað.