22.02.1928
Neðri deild: 29. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1364 í B-deild Alþingistíðinda. (391)

21. mál, lífeyrir starfsmanna Búnaðarfélags Íslands

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Frv. þetta hefir tekið dálítilli breytingu í hv. efri deild, sem er í því fólgin, að þar sem í frv., eins og það var afgr. hjeðan, var skylda fyrir þessa starfsmenn að kaupa sjer lífeyri, þá er þeim það nú í sjálfsvald sett, hvort þeir vilja tryggja sjer þennan lífeyri eða ekki. Jeg fyrir mitt leyti tel breytinguna ekki til bóta, en get þó látið hlutlaust, hvort frv. verður samþykt eða ekki.