27.01.1928
Sameinað þing: 2. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í B-deild Alþingistíðinda. (4104)

Kjörbréf Jóns Auðuns Jónssonar

Hæstv. dómsmrh. er laust um að bera sakir á menn, og þær ekki allar sem sannastar. Að því rekur, að Framsóknarmönnum mun reynast þungbært að hafa hann fyrir dómsmálaráðherra. (Dómsmrh. JJ:

Eru þetta hótanir?). Nei, það eru ekki hótanir. Jeg er frjáls maður og fulltrúi þjóðarinnar. Jeg hefi ekki aðeins rjett til að ávíta það, sem hætta stafar af fyrir alment velsæmi, heldur er það beinlínis skylda mín.