27.01.1928
Sameinað þing: 2. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 180 í B-deild Alþingistíðinda. (4114)

Kjörbréf Jóns Auðuns Jónssonar

Halldór Steinsson:

Hæstv. dómsmrh. (JJ.) er svo skilningssljór í þessu máli, að það þýðir ekkert að ætla sjer að sannfæra hann, eins og svo oft áður. En jeg er ánægður að geta sannfært meiri hluta þeirrar deildar, sem hlut á að máli.

Annars er það dálítið einkennilegt hjá hæstv. ráðh. (JJ), að halda því fram, að ef Íhaldsflokkurinn hefir framið lögbrot, þá sje sjálfsagt, að Framsóknarflokkurinn taki það upp aftur. Get jeg að vísu vel unnað hæstv. ráðherra að búa við þennan „moral.“