27.02.1928
Neðri deild: 33. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1421 í B-deild Alþingistíðinda. (471)

11. mál, fræðslumálanefndir

Pjetur Ottesen:

Í frv. þessu er gengið inn á verksvið fræðslumálastjóra, þar sem þessari nefnd er ætlað að ráða til lykta þeim málefnum, sem heyra undir fræðslumálastjóra og hann getur vel int af hendi. Það er engin þörf á þessu. Fræðslumálastjóri getur þetta alt eins vel og þetta fyrirhugaða ráð. Auk þess leiðir kostnað af þessu, enda er gert ráð fyrir því í 4. gr. frv.