03.03.1928
Efri deild: 38. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1494 í B-deild Alþingistíðinda. (561)

27. mál, bændaskóli

Frsm. (Jónas Kristjánsson):

Út af því, sem hæstv. atvmrh. sagði um aðsóknina að Hólaskóla, að hún hefði verið afarlítil síðastliðið haust, þá vildi jeg aðeins benda á, að eftir því millibilsástandi, sem skólinn hefir verið í síðan hann brann, þarf engan að furða, þó að aðsóknin hafi minkað, hví vísa hefir orðið piltum á burt vegna þess að húsrúm skorti. En úr þessu væntum við, að rakni, þegar skólahúsið er fullgert, og aðsóknin að skólanum vaxi þá aftur.