01.05.1929
Neðri deild: 58. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2344 í B-deild Alþingistíðinda. (1080)

47. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. meiri hl. (Magnús Guðmundsson):

Jeg get ekki skilið annað en hv. þm. Ísaf. hefði getað komið fram með brtt. sínar í tæka tíð. Það væri mjög ilt að fara að stöðva málið nú, þar sem það er búið að vera svo lengi á döfinni, síðan í þingbyrjun, og vil jeg því mælast til þess við hæstv. forseta, að hann láti afgreiða málið nú. Hv. þm. Ísaf. getur eflaust látið sínar brtt. koma fram gegnum flokksbræður sína í hv. Ed.