29.04.1929
Neðri deild: 56. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2507 í B-deild Alþingistíðinda. (1169)

13. mál, hafnargerð á Skagaströnd

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Við 2. umr. kom það til orða, hvort ekki þyrfti að athuga betur ákvæði 11. gr. frv., að því er snertir hækkun lóðaleigu í landi því, er að höfninni liggur. Í frv. var aðeins tilgreint Höfðahólaland. Jeg ætla, að það hafi verið hv. þm. Ísaf., er varpaði hjer fram þeirri spurningu, hvort ekki gæti komið til mála, að aðrar lóðir nytu einnig góðs af þessu mannvirki. Sjútvn. hefir athugað þetta og í samráði við þm. kjördæmisins leyft sjer að bera fram brtt. við 11. gr. 2. tölulið, þannig að fella úr gr. nafn Höfðahólalands, en orða gr. svo: „Helming hækkunar lóðaleigu í landi þeirra jarða, er að höfninni liggja“, o. s frv. — Ætlast nefndin til, að með þessari breyt. náist tilætlaður árangur gr. betur en í frv.

Síðan þetta gerðist hefir verið útbýtt brtt. á þskj. 425, frá hv. 1. þm. Skagf. Sjútvn. hefir ekki tekið afstöðu til hennar, og kann jeg ekki neitt betur að segja fyrir hennar hönd en það, að nm. hafa um hana óbundið atkv. Að öðru leyti hefi jeg ekki ástæðu til að tala frekar um þessa brtt.; geri jeg ráð fyrir, að hv. flm. muni reifa hana.