10.04.1929
Efri deild: 41. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2553 í B-deild Alþingistíðinda. (1221)

91. mál, ritsími og talsími o.fl.

Frsm. (Halldór Steinsson):

Eins og sjest á nál. frá samgmn., er frv. þetta flutt af ríkisstj. eftir till. landssímastjóra, og tilefni þess er það, að talsvert var farið að bera á ýmsum truflunum við skeytasendingar, sem stöfuðu af ýmsum rafmagnstækjum og mótorum, einkum í bæjunum. Í eldri símalögunum er ekki nægilega skýrt ákveðinn rjettur landssímans til þess að takmarka þetta, og þess vegna er frv. flutt. Að öðru leyti þykist jeg ekki þurfa að mæla frekar með því. N. leggur til, að það verði samþ. óbreytt.