21.03.1929
Efri deild: 28. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 380 í C-deild Alþingistíðinda. (2526)

50. mál, sala á jarðarhluta í landi Neskaupstaðar

Forseti (Guðmundur Ólafsson):

Jeg vil svara þeirri aðfinslu hv. frsm. í (IP), að jeg hefði átt að vísa brtt. á þskj. 166 frá, af því það væri viðaukatill., en ekki breytingartill. En jeg fæ ekki sjeð, að það sje rjett, því ef brtt. verður samþ., þá breytist fyrirsögn frv. Hinsvegar sje jeg engan vinning við að koma með mál þetta sem sjer stakt frv. Ætti það ekki að orsaka ; skaðlegan drátt, þótt frv. væri tekið af dagskrá nú. Er ekki svo áliðið þings, að um stóra hættu sje að ræða. Ætti frv. þrátt fyrir það að geta komið til framhaldsumr. fyrir næstu helgi. —Tek jeg því málið út af dagskrá.