01.03.1929
Efri deild: 11. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 727 í C-deild Alþingistíðinda. (2687)

40. mál, veðlánasjóður fiskimanna

Flm. (Jón Baldvinsson):

Jeg vildi mælast til þess við hæstv. forseta, að hann gæfi fundarhlje, til þess að hv. þm. Snæf. gæti kynt sjer frv. betur. Það stendur ekkert í frv. um það, að ekki megi veita lán úr sjóðnum fyr en í vertíðarlok. Það er t. d. hægt að hugsa sjer, að lán verði veitt eftir fyrstu viku vertíðarinnar. (HSteins: En ef ekkert aflast fyr en í síðustu viku vertíðarinnar?). Þetta sýnir vel á hvaða hundavaði hv. þm. Snæf. fer í þessu máli. (HSteins: Nú skyldi jeg tala, væri jeg ekki dauður). Það er gott fyrir þm., að svo er.