07.05.1929
Neðri deild: 63. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1541 í C-deild Alþingistíðinda. (3088)

68. mál, háskólakennarar

Frsm. meiri hl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Meiri hl. fjhn. hefir fallist á frv. þetta og telur ekki nema sanngjarnt, að þeir menn, sem lengi eru búnir að kenna við háskólann með lágum dócentslaunum, hækki á sínum tíma upp í prófessorslaun. Þetta hefir verið gert víða við erlenda háskóla og gefist vel. Þar hafa slíkir menn verið gerðir að óreglulegum prófessorum, ef embætti hafa ekki verið til handa þeim.

Af fjárhagslegum ástæðum sá meiri hlutinn sjer ekki fært að veita þessum mönnum hærri laun en það, að samanlögð laun og aukatekjur embættisins verði jafnt prófessorslaunum. Og verði þessi brtt. samþykt, þá eru það aðeins tveir menn við háskólann nú, sem koma til með að fá þessa hækkun.