25.03.1929
Efri deild: 31. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 404 í B-deild Alþingistíðinda. (309)

57. mál, löggilding verslunarstaða

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Um frv. þetta er ekki margt að segja. Venjulega þegar slík mál hafa legið fyrir þinginu, hafa þau náð fram að ganga. Þetta frv. fer fram á, að í Breiðavík í Vestur-Barðastrandarsýslu og í Sigurðarstaðavík á Melrakkasljettu skuli vera löggiltir verslunarstaðir. N. hefir ekkert við frv. að athuga og leggur því óskift til, að það verði samþ.