18.05.1929
Efri deild: 74. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1547 í C-deild Alþingistíðinda. (3102)

68. mál, háskólakennarar

Frsm. (Jón Þorláksson):

Frv. þetta, sem gengið hefir í gegnum Nd., fer fram á það, að þegar dócentar hafa setið í embætti í 6 ár, verði þeir prófessorar. N. mælir með þessu, af því að henni finst það sanngjarnt, þar sem þeir menn, sem skipaðir hafa verið dócentar, standa að hæfileikum og skilyrðum til að vera háskólakennarar jafnfætis prófessorunum, enda er þeim ætlað jafnmikið og vandasamt starf og þeim. N. mælir sem sagt með því, að frv. verði samþ.