05.04.1929
Neðri deild: 37. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1614 í C-deild Alþingistíðinda. (3215)

113. mál, ábúðarlög

Pjetur Ottesen:

Jeg skildi það svo, að meiningin með því að taka málið fyrir nú væri sú, að það færi umræðulaust í nefnd. Jeg hefi ekkert heyrt um það, að bregða ætti út af þeirri venju að veita fundarhlje um þetta leyti dags. Og mjer skildist hv. flm. líta þannig á. En mjer finst frv. að efni til vera þess eðlis, að fullkomin ástæða væri til að taka ýms ákvæði þess til athugunar áður en það fer í n., og jeg er þess fullviss, að margt mundi koma fram í þeim umr., er gæti verið til bendingar fyrir nefndina.