25.02.1929
Neðri deild: 7. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í D-deild Alþingistíðinda. (3525)

32. mál, útvarp

Flm. (Gunnar Sigurðsson):

Það vill svo vel til, að jeg er sjálfur persónulega nákunnugur þeim manni, sem hefir verið ráðunautur stjórnarinnar í þessu máli, það er landssímastjóra. Og hann hefir talið mjög ólíklegt, að undanþága fengist um bylgjulengdina. Væri gott, ef hún fengist, en mjer heyrist landssímastjóri vera vondaufur um það. Ekki get jeg neitað því, að mjer þykir stjórnin hafa verið nokkuð dauf í þessu máli: hefir hún að vísu í mörg horn að líta, en þess er að gæta, að hjer er um stórmál að ræða.

Jeg finn ekkert að athuga við val á sendimanninum, sem á að fara á alþjóðafundinn í Prag; það mun vera góður maður og vel fær til þess.

Mjer skildist, að hæstv. forsrh. hefði ekkert á móti því, að tillaga mín næði fram að ganga, og væri þess jafnvel hvetjandi, og vona jeg, að hv. deild sjái sjer fært að samþ. hana.