26.04.1929
Efri deild: 54. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 589 í B-deild Alþingistíðinda. (561)

3. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Jón Þorláksson:

Jeg er sjerstaklega óánægður með það ákvæði frv., er tekur rjettinn til að kjósa borgarstjóra af borgurum þeirra bæjarfjelaga, sem nú hafa þann rjett. Jeg hafði búist við, að sá nm., er skrifað hefir undir nál. með fyrirvara, mundi flytja brtt. um þetta, og bjó mig því ekki undir það og geymi mjer því rjett til þess við 3. umr.

Annars mun ástæða til að lagfæra frv. nokkuð. T. d. skil jeg ekki, að ákvæði 6. gr. 1. mgr.: „Fráfarandi fulltrúa má endurkjósa“, sje samrýmanlegt við ákvæði 3. gr.: „Þeim, er setið hefir í bæjarstjórn eða hreppsnefnd, er þó óskylt að taka við kjöri fyr en jafnlangur tími er liðinn síðan hann átti þar síðast sæti“. Mjer finst, að ákvæðið í 6. gr. verði að víkja, þegar hlutaðeigandi fulltrúi krefst þess, gefur ekki kost á sjer aftur.