31.03.1930
Neðri deild: 67. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1266 í B-deild Alþingistíðinda. (1114)

14. mál, Menntaskólinn á Akureyri

Dómsmrh. (Jónas Jónason):

Ég vildi leiðrétta. misskilning, sem þó er eðlilegur. Það má færa rök fyrir því, að í skólanum nyrðra má gera breyt. með nýrri reglugerð, og það vakir fyrir hv. 1. þm. Reykv. En við nána athugun málsins í nefndum kom mönnum saman um, að ekki væri rétt að útiloka þetta. Og þá var alveg sérstaklega hugsað um hagsmuni sveitanna og áhugamál. Gamli sögulegi rétturinn kemur þar til greina. Persónulega get ég sagt, að sú hugmynd lokkar mig, að einhverntíma í framtíðinni verði skólinn fluttur upp í sveit, að Möðruvöllum, Munkaþverá eða að einhverjum laugum þar frammi í Eyjafirði. En þar til það verður framkvæmt, þarf alþýðuskólinn á Akureyri að vera fyrst og fremst fyrir bændabörn úr Eyjafirði, vera einskonar Möðruvalla- og Laugaskóli í einu.