01.03.1930
Neðri deild: 41. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1286 í B-deild Alþingistíðinda. (1234)

19. mál, fræðslumálastjórn

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Við 1. umr. þessa máls var gerð næg grein fyrir efni frv., og sé ég því ekki ástæðu til að fara út í málið almennt nú. Eins og sést á nál. á þskj. 188, hefir menntmn. orðið sammála um að mæla með frv. með smávægilegum brtt., sem aðeins geta talizt orðabreyt. Fyrri brtt. er um það, að í staðinn fyrir „Fræðslumálaráðuneytið“ í 1. gr. komi: Kennslumálaráðuneytið, og b.-liður 2. brtt. er sama efnis. Hin brtt. er fram borin til þess, að það komi skýrt fram, að Háskóli Íslands sé undanþeginn ákvæðum laganna. Þar er ekki heldur um efnisbreyt. að ræða, því að eftir frv. mun ekki vera til þess ætlazt, að það taki til háskólans.