07.04.1930
Neðri deild: 73. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 857 í C-deild Alþingistíðinda. (1446)

172. mál, einkasala á tóbaki

Forseti (JörB):

Ég vil benda á, að þetta mál er til 2. umr. og engar brtt. eru við frv., og skiptir því ekki máli, þótt nú sé gengið til atkv. Þeir, sem ekki vilja framgang málsins, geta því ekki hindrað afgreiðslu þess, þar sem engar brtt. liggja fyrir.

Hvað hv. Ed. snertir finnst mér ekki þurfa að taka tillit til þess, heldur halda við aðalvenju. — Gagnvart því, sem hv. 2. þm. G.-K. sagði, að ég hafi frestað atkvgr. annara mála, hefi ég ekki gert það nema um fjárlög. Má vera, að þesskonar hafi tíðkazt áður, þó ekki á þessu þingi, eða þegar margir þm. hafa verið fjarverandi eða atkvgr. margbrotin. Ég held því, að ég hafi fært fram fulla ástæðu til þess, að atkvgr. fari fram. (Forsrh.: Atkvæði!).