01.03.1930
Neðri deild: 41. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 882 í C-deild Alþingistíðinda. (1501)

200. mál, Verslunar- og útvegsbanki Íslands

Héðinn Valdimarsson:

Ég vil minna hv. þm. V.-Ísf. á það, að þótt hans frv. verði fyrr tekið til umr. á næsta fundi heldur en okkar frv., þá er það þó engin fullnaðarafgreiðsla, því það á eftir að fara í gegnum 2 umr. hér í deildinni og svo í gegnum Ed. Og það er óvíst, hvort þessara mála verður hlutskarpara að lokum, þótt frv. hv. þm. V.-Ísf. verði með rangindum troðið fyrr á dagskrána á mánudaginn. Hvað undirbúningi þess frv. viðvíkur, þá hugsa ég, að ekki sé gott að ákveða, hvenær það hefir fæðzt í hugum hv. þm., svo að ef á að fara eftir því, þá býst ég við, að lengi geti orkað tvímælis um röð mála á dagskrám. Vitanlega er þingskjalstala frv. það eina, sem hægt er að hafa til hliðsjónar um þessa hluti.