27.02.1930
Efri deild: 36. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1346 í B-deild Alþingistíðinda. (1795)

11. mál, yfirsetukvennalög

Forseti (GÓ):

Það er gleymsku minni að kenna, að ég gat þess ekki, er ég setti fundinn, að hv. 1. þm. G.-K. hefir tilkynnt forföll.

Annars vil ég leyfa mér að benda hv. frsm. fjhn. á það, að þegar svo roskinn maður sem hv. 1. þm. G.-K. á hlut að máli, má búast við, að fresta þurfi málinu meira en einn dag, ef bíða á eftir því, að hann geti mætt, verði lengur en 1 dag lasinn.