19.02.1930
Efri deild: 29. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1890 í B-deild Alþingistíðinda. (2489)

68. mál, Útvegsbanki Íslands h/f

Jón Baldvinsson:

Við eigum eftir eina umr. um þetta mál, og verður þá, ef til vill, komið betur að skeytunum, fyrst hv. 3. landsk. er ekki viðbúinn að láta það koma fram nú.

Hæstv. fjmrh. hefir svarað fyrirspurn minni skýlaust, að hvorki er af hendi hæstv. stj. eða Framsóknarfl. lofað að leggja fram 3 millj. kr. hlutafé. En ég veit fyrir víst, að Íhaldsmenn ganga með þau skilaboð frá einhverjum þingmeirihluta, að ef þeir geti náð inn vissum hluta sparisjóðsfjár sem hlutafé í bankanum, sé óhætt að treysta því, að ríkið leggi fram 3 millj. kr. Þetta, sem hlutafjársöfnunin byggist á, er þá alveg rakalaust.