08.03.1930
Neðri deild: 48. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2029 í B-deild Alþingistíðinda. (2604)

223. mál, gengisviðauki

Héðinn Valdimarsson:

Ég var ekki viðstaddur í n., þegar málið var afgr., en er þó í minni hl., vegna þess að ég er mótfallinn framlengingu þessa gengisviðauka. Og það er af tveimur ástæðum. Önnur er sú, að ég áleit, að ýmsar af þessum vörum ætti ekki að tolla hærra en gert væri án gengisviðauka, og hin var sú, að ég álít, að þegar gengið er óbreytt frá ári til árs, þá eigi að festa tollhæðina, en ekki hafa sérstakan gengisviðauka. Ég legg því til, að frv. þetta verði fellt.