12.04.1930
Efri deild: 76. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2091 í B-deild Alþingistíðinda. (2815)

342. mál, kjöt til útflutnings

Frsm. (Jónas Kristjánsson):

Frv. þetta er komið frá hv. Nd. og gekk í gegnum þá deild athugasemdalítið. Landbn. þessarar d. hefir athugað það eftir föngum og fallizt á, að þetta frv. verði að lögum.

Þetta frv. miðar að því, að þessi vara, sem hér er um að ræða, sé sem mest vönduð til útflutnings, til þess að útvega henni meira álit og betri sölumöguleika í útlöndum. Það er svo, að það vex stöðugt útflutningur á söltuðu og frystu kjöti, en það gengur erfiðlega að fá nægilegan markað, og þess vegna er nauðsynlegt að vanda vöruna sem bezt. Þess vegna hefir n. talið frv. réttmætt og fallizt á að það verði samþ.

N. hefir ekki neitt sérstakt við frv. að athuga og leggur því til, að það verði samþ. óbreytt.