15.04.1930
Efri deild: 78. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 2178 í B-deild Alþingistíðinda. (2906)

132. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Jón Þorláksson:

Ég er ósammála hv. 4. landsk. um það, að neita beri um afbrigði undir þeim kringumstæðum, sem hæstv. fjmrh. lýsti. Ég tel sjálfsagt að veita afbrigði í málum undir þinglok, ef það er gert til þess að stytta þingið. Ég mun því taka til greina þær ástæður, sem hæstv. fjmrh. flutti, og mun greiða atkv. með afbrigðunum.